Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félags fólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og öryggi starfa. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Þá þarf að berjast gegn aldursfordómum, sem er samfélagsmein, enda kosta þeir samfélagið mikla fjármuni. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur.
Tilgangur minn með framboði til formanns er að gæta hagsmuna alls félags fólks í VR. Tryggja þarf vel launuð og góð störf, öryggi á vinnustað og öryggi starfa. Huga þarf betur að öryggi verslunarfólks gagnvart ofbeldi og áreiti í daglegum störfum. Efla þarf trúnaðarmenn félagsins og virkja betur grasrótina í félaginu. Berjast fyrir auknum áhrifum launafólks til að bæta störf sín og starfsumhverfi. Að mínu mati eiga áherslur VR fyrst og fremst að snúast um þau mál sem skipta VR félaga mestu og þar liggja mínar áherslur.
Um mig
Ég hef víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hef starfað við fjölbreytt störf, allt frá sjómennsku og verslunarstörfum til fjölmiðla, markaðssetningar og húsnæðismála. Meðal starfa sem ég hef sinnt eru:
Fjölmiðlar og markaðsmál: Sölu- og verkefnastjóri hjá Vísi, deildarstjóri vöruþróunar hjá Sýn og Vodafone.
Húsnæðismál: Sérfræðingur hjá ASÍ, formaður húsnæðisnefndar VR, stjórnarmaður í Bjargi og Blæ.
Félagsstörf: Setið í stjórn VR frá 2012, varaformaður 2013-2017, fulltrúi í miðstjórn ASÍ, stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Ég hef verið félagi í VR í yfir 20 ár og hef gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Ég var kjörinn í trúnaðarráð VR árið 2009, trúnaðarmaður hjá 365 miðlum og varamaður í stjórn VR 2010-2012.
Ég hef verið virkur í gerð kjarasamninga og tekið þátt í stefnumótun félagsins.
Auk þess hef ég starfað að málefnum Reykjavíkurborgar, setið í stjórn ÍTR og hverfaráði Vesturbæjar.
Mín reynsla og störf sýna að ég hef bæði djúpa þekkingu á hagsmunamálum VR-félaga og sterka reynslu af því að koma málum í framkvæmd.
Mínar áherslur
Húsnæðismál
Öruggt húsnæði er grunnþörf og mannréttindi. Fjölskyldur eiga að geta treyst á að hafa þak yfir höfuðið, hvort sem þær velja að leigja eða kaupa.
Til þess að tryggja stöðugleika og réttlæti á húsnæðismarkaði þarf bæði að fjölga íbúðum og skapa raunveruleg úrræði fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref.
Orlofsmál
Fjölgun orlofshúsa í eigu VR á næstu fjórum árum til að mæta aukinni eftirspurn.
Fleiri valkostum í orlofsmálum, svo sem niðurgreiðslu á hótelgistingu og öðrum ferðakostnaði, með skýru hámarki til sanngirni fyrir alla félagsmenn.
Gjafabréfum og samstarfi við ferðaþjónustu, til að bjóða félagsfólki fjölbreyttari tækifæri til afslátta og niðurgreiddra ferða.
Aldursfordómar
Þegar ævilíkur aukast og fólk heldur góðri heilsu lengur, þarf vinnumarkaðurinn að fylgja eftir og tryggja að einstaklingar 50 ára og eldri njóti sömu tækifæra og aðrir. Aldursfordómar eru raunveruleg áskorun sem útilokar dýrmæta reynslu og þekkingu af vinnumarkaði.
Tæknibreytingar og hröð þróun hafa í sumum tilfellum ýtt undir þá hugmynd að eldra fólk eigi erfiðara með að tileinka sér nýja færni. Þessi hugmynd er bæði úrelt og skaðleg. VR þarf að taka af skarið og tryggja að allt félagsfólk, óháð aldri, hafi jöfn tækifæri til sí- og endurmenntunar, starfsþróunar og atvinnuöryggis.
Ég mun beita mér fyrir því að:
VR verði leiðandi í baráttunni gegn aldursfordómum á vinnumarkaði.
Sí- og endurmenntun fyrir 50+ verði raunhæfur valkostur fyrir VR félaga.
Staða eldra félagsfólks í atvinnuleit verði efld með sérhæfðri ráðgjöf og aðgerðum.
Eldra félagsfólk fái öflugri stuðning í húsnæðismálum, lífeyrismálum og réttindamálum.
Skerðingar á lífeyrisgreiðslum verði skoðaðar með hagsmuni félagsmsfólks að leiðarljósi.